Beethoven árið
Árið 2020 er mikið Beethoven ár en í ár er haldið uppá það víða um heim að 250 ár eru liðin frá fæðingu hans. Í þættinum er rætt við Tryggva M. Baldvinsson tónskáld, Sigurð Halldórsson sellóleikara og Atla Ingólfsson tónskáld um þeirra sýn á Beethoven. Í þættinum hljómar í heild sinni tilbrigði Beethovens við stef úr Töfraflautu Mozarts í flutningi Jacqueline du Pré og Daniels Barenboims og í lokin hljómar þáttur úr áttundu sinfóníu Beethovens í flutningi Tonhalle hljómsveitarinnar í Zurich undir stjórn Daniels Zinman.