Fyrsti þáttur
Í þáttaröðinni Tónlist frá A - Ö rannsakar Arndís Björk Ásgeirsdóttir leyndardóma tónlistarinnar með aðstoð sérfræðinga. Í þessum fyrsta þætti verður slagverksheimurinn kannaður með aðstoð Frank Aarninks slagverskleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Jóns Geirs Jóhannssonar trommuleikara Skálmaldar og slagverksleikaranna Svanhildar Lóu Bergsveinsdóttur og Péturs Grétarssonar. Í þættinum hljóma brot úr eftirfarandi verkum - Fantasíu fyrir 2 pákuleikara og hljómsveit eftir Philipp Glass, Bolero eftir Maurice Ravel, Gleypnir og Með Jötnum með Skálmöld, A brief case með hljómsveitinni Saga, örstutt brot úr tónlistinni Whiplash og For big Sid með Max Roach.