Hjálmar H. Ragnarsson, listin og sköpunarferlið
Hjálmar H. Ragnarsson samdi nýverið partítu fyrir einleiksfiðlu sem átti að frumflytja á dögunum en ekki varð af vegna samkomubanns. Rætt er við Hjálmar, sem er nýkominn úr tveggja vikna sóttkví, um tónlist sem til verður úr engu og er ekki um neitt. Um listina í dag sem hefur merkimiða og um skapandi listferli og hugleiðingar um sköpunarferli tónskáldsins. Einnig um listina hvernig hún endurspeglar samtíman og hvernig hún verður að engu ef henni er ætlað það hlutverk.