Þórunn Guðmundsdóttir

Í þættinum er rætt við Þórunni Guðmundsdóttur, söngkonu og deildarstjóra söngdeildar Menntskóla í tónlist. Þórunn hefur á undanförnum árum samið meir og meir af tónlist m.a. leikverk og óperur, rætt er um frelsið sem felst í þvi að sleppa fullkomnunaráráttunni og láta vaða. Einnig er sagan af Orfeo og Evridísi skoðuð í samhengi við þá staðreynd að hún er enn uppspretta sköpunar tónverka allt frá því að fyrsta óperan byggð á sögunni var samin í kringum 1600. Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.

Om Podcasten

Í þáttaröðinni Tónlist frá A - Ö rannsakar Arndís Björk Ásgeirsdóttir leyndardóma tónlistarinnar með aðstoð sérfræðinga.