Tónlist Leos Janácek

Fjallað er um tónlist tékkneska tónskáldsins Leos Janácek. Rætt er við Friðrik Rafnsson þýðanda verka Milans Kundera á íslensku og lesið upp úr ritgerð hans Svarti sauðurinn sem finna má í ritgerðarsafni Kundera Svikin við erfðarskrárnar í þýðingu Friðriks. Einnig er rætt við Peter Máté píanóleikara og kennara um stöðu Janáceks í heimalandi hans. Lesari er Kristján Guðjónsson. Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.

Om Podcasten

Í þáttaröðinni Tónlist frá A - Ö rannsakar Arndís Björk Ásgeirsdóttir leyndardóma tónlistarinnar með aðstoð sérfræðinga.