Þverflautan í forgrunni

Rætt er við flautuleikarana Áshildi Haraldsdóttur og Berglindi Maríu Tómasdóttur. Í þættinum hljóma brot úr eftirfarandi verkum Badinerie úr hljómsveitarsvítu nr. 2 eftir Johann Sebastian Bach í flutningi Petru Mullejans og barokksveitarinnar í Freiburg, Tónatónar úr flautumínútum Atla Heimis Sveinssonar í flutningi Manuelu Wiesler. Brot úr Flautukonserti Atla Heimis Sveinsonar, Robert Aitken leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fantasía í g moll eftir Georg Philipp Telemann í flutningi Manuelu Wiesler. Brot úr Sinfóníu nr. 5 eftir Ludwig van Beethoven. Viva Italiana fantasía um stef eftir Rossini og Verdi eftir Marinu Manafovu, Kuelyar Ksenja leikur á piccoloflautu með hljómsveit Marinsky leikhússins. Brot úr Disney kvikmyndinni Skógarlíf. Black Orpheus eftir Luis Bonfá, Sergio Barranehea leikur á bassaflautu og Útópía með Björk.

Om Podcasten

Í þáttaröðinni Tónlist frá A - Ö rannsakar Arndís Björk Ásgeirsdóttir leyndardóma tónlistarinnar með aðstoð sérfræðinga.