Victor Jara

Chileanska baráttusöngvaskáldsins Victor Jara er minnst í tilefni þess að nú rís mótmælaalda í Chile enn á ný. Victor Jara varð að einskonar táknmynd andstöðuhreyfingarinnar í Byltingunni í Chile árið 1973 þegar Augusto Pinochet steypti hinum lýðræðislega kjörna forseta Salvator Allende af stóli með öllum þeim hörmungum sem það hafði í för með sér. Victor Jara var fæddur árið 1932 og var fylgjandi umbótasinnuðum Alliende. Hann var handtekinn, pyntaður og tekinn af lífi á þjóðarleikvanginum í Santiago í október 1973. Viðmælendur í þættinum eru Steinunn Jóhannesdóttir leikkona og rithöfundur, Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku og spænskum bókmenntum við háskóla Íslands og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og alþingismaður og þau rifja upp kynni sín af tónlist hans og þeim áhrifum sem hún hafði og hefur enn.

Om Podcasten

Í þáttaröðinni Tónlist frá A - Ö rannsakar Arndís Björk Ásgeirsdóttir leyndardóma tónlistarinnar með aðstoð sérfræðinga.