17. Þau áttu barn og nýfætt barn

Sautjándi þáttur Trivíaleikanna og sá síðasti á þessu ári. Við bombuðum í þennan aukaþátt sem jólagjöf til ykkar kæru hlustendur, gleðilega hátíð og takk fyrir að hafa fylgt okkur í gegnum þetta fyrsta ár okkar sem kornungt hlaðvarp. Þið eruð einfaldlega best. Að þessu sinni tók lið Stefáns Más og Stefáns Geirs eða Stefán í öðru veldi á móti reynslumiklu liði Kristjáns og Jóns Hlífars í glænýju stúdíói eða Stúdíó 2. Hver er næst fjölmennasta borg Grikklands? Hvaða ávöxtur er þurrkaður til þess að búa til sveskjur? Hver var fyrsta leikjatölvan sem var gefin út með innbyggðum hörðum disk? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Keppendur: Stefán Geir, Stefán Már, Jón Hlífar og Kristján.

Om Podcasten

Trivíaleikarnir færa pub quiz stemninguna beint heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera. Tvö tveggja manna lið etja kappi í léttri og skemmtilegri spurningakeppni þar sem spurningar um allt milli himins og jarðar dynja á keppendum. Hvort sem þú elskar pub quiz og spurningaspil eða veist varla hvað Gettu Betur er, að þá er eitthvað fyrir þig í Trivíaleikunum. Hlustaðu, hlæðu með okkur og lærðu eitthvað nýtt í leiðinni. Fáðu fleiri þætti með áskrift á Patreon: https://www.patreon.com/trivialeikarnir