29. Við rændum landsliðsmanni í handbolta

Tuttugasti og níundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mætti atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta Donni Kristjáns ásamt góðvini sínum Tomma í stúdíó 9A. Á móti þeim tóku reynsluboltarnir Kristján og Ingi í hörkuslag þar sem reynt var á nýtt fyrirkomulag nokkurra spurningaliða. Hver er refsingin fyrir að gleyma að segja „ólsen” í spilinu Ólsen Ólsen? Bílamerki hvaða bílategundar er ekki bara fyrsti bókstafurinn í nafninu heldur er einnig talið tákna handaband kaupanda og seljanda bílsins? Hver var síðasti forsætisráðherra Íslands til að útskrifast úr Menntaskólanum við Sund? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Keppendur: Kristján, Ingi, Donni og Tommi.

Om Podcasten

Trivíaleikarnir færa pub quiz stemninguna beint heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera. Tvö tveggja manna lið etja kappi í léttri og skemmtilegri spurningakeppni þar sem spurningar um allt milli himins og jarðar dynja á keppendum. Hvort sem þú elskar pub quiz og spurningaspil eða veist varla hvað Gettu Betur er, að þá er eitthvað fyrir þig í Trivíaleikunum. Hlustaðu, hlæðu með okkur og lærðu eitthvað nýtt í leiðinni. Fáðu fleiri þætti með áskrift á Patreon: https://www.patreon.com/trivialeikarnir