9. Þumlalaust réttlæti

Níundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mættu þrír splunkunýjir keppendur til leiks, eitthvað sem hefur ekki gerst frá árdögum fyrsta þáttar hlaðvarpsins. Í hið goðsagnakennda stúdíó 9A mætti til leiks lið Jón Arnars og Viktors Huga sem mætti liði Hnikars Bjarma og Hrafns Splidt í sannkölluðum reginslag vitsmuna og seiglu. Er Love in the Time of Sewage rómantísk gamanmynd með John Cusack í aðalhlutverki eða brot af ímyndunarafli spurningahöfundar? Á landamærum hvaða tveggja bandarísku ríkja liggur Hoover stíflan? Hvert er eina ríkið í heiminum utan Íslands til að nota einn stakan listabókstaf fyrir stjórnmálaflokka sína? Af hvaða hundategund voru kvikmyndahundarnir Beethoven og Cujo? Í hvaða nútímalandi má finna Transylvaníu? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Keppendur: Hnikarr Bjarmi, Hrafn Splidt, Jón Arnar og Viktor Hugi.

Om Podcasten

Trivíaleikarnir færa pub quiz stemninguna beint heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera. Tvö tveggja manna lið etja kappi í léttri og skemmtilegri spurningakeppni þar sem spurningar um allt milli himins og jarðar dynja á keppendum. Hvort sem þú elskar pub quiz og spurningaspil eða veist varla hvað Gettu Betur er, að þá er eitthvað fyrir þig í Trivíaleikunum. Hlustaðu, hlæðu með okkur og lærðu eitthvað nýtt í leiðinni. Fáðu fleiri þætti með áskrift á Patreon: https://www.patreon.com/trivialeikarnir