Verkfærakassinn 29 - Sigga Kling

Verið velkomin í Verkfærassann Gestur 29. þáttar Verkfærakassans er þjóðardjásnið Sigga Kling. Það var bjartur vordagur á Álftanesinu þegar Hrabbý heimsótti Siggu og umhverfið iðaði af lífi. Í bakgrunni viðtalsins má því heyra börn og fullorðna að leik, fugla syngja og allskyns farartæki fara um. Hrabbý og Sigga ræddu lífið og tilveruna, lífshlaup hennar sjálfrar og svo margt, margt fleira. Að taka viðtal við Siggu er eins og að taka þátt í spennandi óvissuferð þar sem þú veist aldrei hvað kemur næst. Það eina sem þú getur verið viss um er að það verður alltaf gaman. Þáttastjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir Njótið! www.thuskiptirmali.is

Om Podcasten

ÞÚ skiptir máli hlaðvarp hefur að geyma þætti um málefni sem margir eru að glíma við í sínu daglega lífi. - Já . forvarnir til framtíðar og við vonum að þið munið hafa gagn af og við náum að hjálpa einhverjum. - Njótið vel.