#10 Jóhann Björn Sigurbjörnsson

Jóhann Björn Sigurbjörnsson, landsliðsmaður í frjálsum íþróttum, er að takast á við mikil veikindi en hann greindist með Hodgkins eitlakrabbamein í febrúar sl. og er í miðri lyfjameðferð. Jóhann Björn keppti í 100 og 200 metra spretthlaupi á Smáþjóðaleikunum í Skopje í Makedóníu í fyrra fyrir Íslands hönd. Hann er gestur Maríu Bjarkar í þessum þætti.

Om Podcasten

Við kynnumst einstaklingum sem hafa greinst með krabbamein og heyrum um áhrif sjúkdómsins á líf ungrar manneskju. Einlægar frásagnir um erfiða baráttu og kjarkinn sem þarf til þess að takast á við lífshættulegan sjúkdóm.