#6 Stefán Haukur Björnsson Waage

Stefán Haukur Björnsson Waage er viðmælandi þáttarins. Hann var aðeins 18 ára þegar pabbi hans, Björn Stefánsson frá Hesjuvöllum lést eftir snarpa baráttu við krabbamein í maga fyrir sléttum tveimur árum, þá 53 ára að aldri. Við kynnumst því hvernig missirinn, sorgin og sorgarferlið hefur snert Stefán Hauk.

Om Podcasten

Við kynnumst einstaklingum sem hafa greinst með krabbamein og heyrum um áhrif sjúkdómsins á líf ungrar manneskju. Einlægar frásagnir um erfiða baráttu og kjarkinn sem þarf til þess að takast á við lífshættulegan sjúkdóm.