Hvað er fyndið og hvað ekki?

Í fyrri hluta þáttarins koma til Sverris þau Steiney Skúladóttir og Máni Arnarson, sem bæði eru í spunahópnum Improv Ísland og sketsahópnum Kanarí. Þau velta því fyrir sér hvað sé gott grín og Sverrir segir versta brandara sem Steiney hefur heyrt. Í síðari hluta þáttarins kemur svo Ingi Hans Jónsson, sagnaþulur og eftirherma, og ræðir meðal annars Félag íslenskra sagnaþula, þjóðlega fyndni og hvernig móttökuskilyrði fólks breytast milli kynslóða. Má ekkert segja lengur, eru allir orðnir svo agalega viðkvæmir? Umsjón: Sverrir Norland.

Om Podcasten

Í þættinum fær Sverrir Norland til sín skemmtilega gesti sem endurhugsa með honum heiminn.