Líkaminn

Til Sverris koma Andri S. Björnsson, prófessor í sálfræði, og Nína Richter, fjölmiðlakona, og ræða líkamann af ýmsum sjónarhólum: útlitsdýrkun, fegurðarmat, fegrunaraðgerðir, brenglaðar líkamsímyndir og hugsanlega aftengingu nútímafólks við eigin líkama. Gengur fallegu fólki betur í lífinu en öðrum? Hvað telst vera fallegt? Og hvernig lýsir heilbrigt samband við eigin líkamann sér? Umsjón: Sverrir Norland.

Om Podcasten

Í þættinum fær Sverrir Norland til sín skemmtilega gesti sem endurhugsa með honum heiminn.