Barnamenningarhátíð í Reykjavík

Í þættinum í kvöld fjöllum við um Barnamenningarhátíð sem hófst í þessari viku. Barnamenningarhátíð í Reykjavík var sett í dag með pomp og prakt í Eldborgarsal Hörpu á þriðjudag og aðrar hátíðir eru farnar af stað víða um land. Leiðarljós hátíðarinnar í Reykjavík eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. Hátíðin stendur til fjórtánda apríl og fjölbreyttir viðburðir fara fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Það verður líka líf og fjör í Gerðubergi í Breiðholti, Hörpu og menningarstofnunum um alla borg. Sérfræðingur: Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri Barnamenningarhátíðar Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.