Krakkafréttir vikunnar 4. febrúar 2019

Farið er yfir það helsta úr Krakkafréttum vikunnar og það sem var efst á baugi skoðað. Rætt er við reynda fréttamenn og sérfræðinga sem útskýra atburði líðandi stundar. Við segjum meðal annars frá leikriti þar sem áhorfendur ráða hvað gerist, heyrum af krökkum sem skrópuðu víða í Evrópu til að mótmæla, kíktum á Reykjavíkurleikana og fjölluðum um ný leikrit eftir ung og upprennandi leikskáld. Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.