Menningarheimurinn - Fuglar 2/2

Fuglar í tónlist, fuglar í ljóðum, fuglar í sögum, fuglar í kvikmyndum, fuglar allsstaðar! Í þessum þætti og þeim næsta finnum við allskonar fugla í sögunni, menningu og listum. Við heyrum fuglasögur og ljóð, hlustum á fuglatónlist og athugum hvort við þekkjum fuglana á hljóðinu. Við hittum líka Bebbu Margréti, Hrafn og Hauk en þau segja okkur frá uppáhaldsfuglunum sínum. Sögur og ljóð: Eldfuglinn og Ívan prins - rússneskt ævintýri Sagan um landvætt Norðurlands Fuglalíf úr ljóðabókinni Fuglaþrugl og Naflakrafl eftir Þórarinn Eldjárn Sagan um Íkarus og vaxvængina Sagan af Dimmalimm eftir Mugg Ljóti andarunginn eftir H.C.Andersen Lesarar: Gunnar Helgason Jóhannes Ólafsson Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir Vissir þú að eldfuglinn á að vera með töfrafjaðrir? Hefur þú heyrt um andarunga sem verður að svani? Hvaða íslensku nöfn eru fuglanöfn?

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.