Menningarheimurinn - Heimsmarkmið Elízu

Í þessum þætti fjöllum við um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna, Elízu Gígju í Úganda og menningarsjokk! Elíza Gígja Ómarsdóttir er fimmtán ára stelpa í Réttarholtsskóla í Reykjavík. Hún var valin, úr stórum hópi íslenskra ungmenna, til að kynna sér heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um betri heim árið 2030 og ferðast til Úganda til að bera saman líf unglinga þar og hér heima á Íslandi. Hún kemur til okkar í spjall og segir okkur frá Friði, stelpunni sem hún kynntist í Úganda, upplifun sinni á samfélaginu þar og hvernig við hér á Íslandi getum staðið okkur betur í að ná heimsmarkmiðunum sautján. Viðmælandi: Elíza Gígja Ómarsdóttir, 15 ára Annað efni: Hljóðbrot úr heimildaþáttunum „Heimsmarkmið Elízu“ Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.