Menningarheimurinn - Hrekkjavaka

Grikk eða gott? Á morgun er hrekkjavaka og við ætlum að fjalla um hátíðina frá ýmsum hliðum. Hvaðan kemur þessi siður? Hvað þýðir grikk eða gott? Hvers vegna héldu mamma og pabbi ekki upp á hrekkjavöku þegar þau voru lítil? Hvernig halda íslenskir krakkar upp hana í dag? Við fáum til okkar hrekkjavökusérfræðinga úr Hlíðahverfinu í Reykjavík í spjall og heyrum frá þeirra hrekkjavökusiðum. Það eru þeir: George Ari Tusiime Devos Heiðar Guðni Sveinsson Jón Bjarni Emilsson Kolbeinn Skúli Ólafsson Mikael Aron Árnason Rigon Kaleviqi Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.