Menningarheimurinn - Leikföng

Jóhannes fer á Árbæjarsafn á sýninguna komdu að leika og skoðar leikföng; bæði gömul og ný. Þar hittir hann Hlín Gylfadóttur sem veit allt um leikföng og 3 hressa krakka sem voru þar í heimsókn. Þau heita Skírnir, Rögnvaldur Óðinn og Karen Birta og eru öll á leikskólanum Fífuborg. Umsjón: Jóhannes Ólafsson Samsetning: Sigyn Blöndal Tónlist: Ég er vinur þinn - Úr teiknimyndinni Toy Story. Bergsveinn Arilíusson og Hreimur Örn Heimisson Leikfangið ljúfa - Ólafur Þórarinsson

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.