Menningarheimurinn - Popptónlist

Tónlistarsería Útvarps KrakkaRÚV. Rokk, rapp, klassík, jazz, popp og raftónlist... Hvað er popptónlist? Hvers vegna er popptónlist vinsælasti tónlistarstíllinn í útvarpi? Hvers konar hljóðfæri eru algengust? Hverjir eru frægustu popparar eða popphljómsveitir allra tíma? Um hvað er popptónlist? Og hvers vegna í ósköpunum heitir þetta popp....tónlist? Í þessum þætti fáum við svör við öllum þessum spurningum og hlustum á góða popptónlist. Sérfræðingur þáttarins er Hildur Kristín Stefánsdóttir, popptónlistarkona Hugleiðingar um popptónlist frá tónmenntanemendum í Ísakskóla. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.