Menningarheimurinn - Stundaglasið (4/6)

Er hægt að ferðast fram og til baka í tíma? Hvernig eru tímavélar gerðar? Hvernig semur maður sögur um tímaflakk? Sex þátta sería um tímaferðalög og ævintýrin sem þeim fylgja. Í hverjum þætti heyrum við einn hluta af útvarpsleikritaseríunni Stundaglasið, en hún er bæði skrifuð og leikin af nemendum á leiklistarbraut í Borgarholtsskóla. Við spjöllum líka við Ævar Þór um tímaflakksævintýri, heyrum í nokkrum krökkum sem velta fyrir sér hvað þau myndu gera ef þau gætu farið hvert sem er í tíma og hlustum á góða tímaflakkstónlist. Tímaflakkssérfræðingur þáttanna: Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur og leikari Tímaflakkshugleiðingar frá nemendum í fjórða bekk í Ísaksskóla í Reykjavík. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir. Fjórði þáttur af sex.

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.