Menningarheimurinn - Upphaf

Í dag byrjar Útvarp KrakkaRÚV aftur eftir sumarfrí! Við fögnum því með að skoða upphaf í allskonar myndum. Hvenær var upphaf heimsins eða lífs á jörðinni? Hvað þýðir þetta orð, upphaf, eiginlega? Í upphafi samskipta heilsumst við en hvers vegna nota allir hægri hönd en ekki vinstri? Einu sinni var... einn og tveir og einn, tveir, þrír fjór...viðbúin, tilbúin, byrja! Viðmælendur: Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV Stjörnu-Sævar Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.