Sögur - Bókaormaspjall með Sigurbjörgu Daníu og Ingvari Wu

Bókaormaráð KrakkaRÚV er skipað 12 krökkum sem hafa lesið 14 bækur eftir mismunandi höfunda sem komu út fyrir síðustu jól. Þau undirbúa viðtöl um þær ásamt umsjónarmönnum KrakkaRÚV og úr verða skemmtileg og áhugaverð samtöl milli lesenda og höfunda. Í þessum þætti verða tekin saman helstu umræðuefni tveggja viðtala. Sigurbjörg Danía Árnadóttir spjallar við Evu Rún Þorgeirsdóttur um bókina Lukka og hugmyndavélin - hætta í háloftunum og Ingvar Wu Skarphéðinsson við Gunnar Helgason um bókina Siggi sítróna. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.