Sögur - Ferðasögur og svaðilfarir

Í þættinum í dag heyrum við sögur af svaðilförum á einhverja mögnuðustu og hættulegustu staði heims. Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og klifurgarpur, heimsækir okkur og segir frá sínum ferðalögum. Hún hefur meðal annars gengið á skíðum yfir Suðurpólinn og varð fyrsta íslenska konan til að komast upp á tind Everest-fjalls, hæsta fjalls í heimi. Viðmælendur: Vilborg Arna Gissurardóttir Umsjón: Sævar Helgi Bragason

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.