Sögur - Fullveldi og framtíð Íslands

Í þessum þætti eins og alltaf á fimmtudögum fjöllum við um sögur. Í kvöld fjöllum við um sögu Íslands, eða hluta af henni. Á laugardaginn eru 100 ár síðan Ísland varð fullvalda og þess vegna hefur mikið verið fjallað um það í ár. Við fengum góða gesti í heimsókn, þau Alex Leó og Rósu Guðbjörgu og við spjölluðum um Ísland eins og það var, er og verður. Hvað hefur gerst síðustu 100 ár og hvar verður Ísland árið 2118?

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.