Sögur - Kennarinn sem hvarf

Í þættinum kemur hún Bergrún Íris Sævarsdóttir til okkar og segir okkur frá nýju bókinni sinni Kennarinn sem hvarf. Hún segir okkur líka frá því hvernig hún fær hugmyndir í sögurnar sínar og segir að það að skrifa sögur er eins og að hoppa á trampólíni! Við heyrum einnig brot úr Sögum - verðlaunahátíð barnanna frá 2018 frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti Guðrúnu Helgadóttur Sögusteininn. Viðmælandi: Bergrún Íris Sævarsdóttir Þáttastjórnandi: Jóhannes Ólafsson Tónlist: Skrímslin í skápnum - Memfismafían Innipúkinn - Memfismafían

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.