Sögur - Krakkar skrifa í Borgarleikhúsinu

Í kvöld fjöllum við um leikhús, nánar tiltekið tvö ný íslenskt leikrit eftir ung leikskáld. Verkin þóttu skara fram úr á Sögum verðlaunahátíð barnanna í apríl í fyrra og verða sett upp af atvinnuleikhúsi. Það voru verkin Friðþjófur á geimflakki eftir Sunnu Stellu Stefánsdóttur, 7 ára og Tölvuvírusinn eftir Iðunni Ólöfu Berndsen, 11 ára. Viðmælendur: Iðunn Ólöf Berndsen, leikskáld Sunna Stella Stefánsdóttir, leikskáld Halldór Gylfason, leikstjóri og leikari Anna María Tómasdóttir, leikari og búninga- og leikmyndahönnuður Davíð Þór Katrínarson, leikari Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.