Sögur - Krúnk krúnk og dirrindí

Í dag fjöllum við um nýja íslenska sýningu sem heitir Krúnk, krúnk og dirrindí, en hún var frumsýnd í Hofi á Akureyri þann 16. september síðastliðinn. Við heyrum í aðstandendum sýningarinnar og krökkum sem fóru að sjá hana. Á vef Menningarfélags Akureyrar segir um sýninguna: „Litrík og fjörug fjölskylduskemmtun þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt kór, dönsurum og leikara bjóða uppá fuglakabarett. Krummi er veislustjóri á skemmtistaðnum Fenjamýri og kynnir til leiks helstu farfugla, spéfugla og spáfugla og segir frá ferðalögum þeira á sinn einstaka og gamansama hátt.“ Viðmælendur: Agnes Wild, leikstjóri Daníel Þorsteinsson, tónlistarstjóri Hjörleifur Hjartarson, handritshöfundur Þórunn Birna, dansari Leikhúsgestir: Bebba Margrét, 8 ára Hannes, 7 ára Ríkey Svanfríður, 9 ára Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir Regína Diljá Rögnvaldsdóttir, 7 ára

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.