Sögur - Múmínálfarnir

Sögur af Múmínálfunum í Múmíndal hafa verið vinsælar víða um heim í mörg, mörg ár. Fyrsta sagan um þessar vinalegu verur kom út árið 1945 og var skrifuð og myndskreytt af finnsk-sænsku myndlistarkonunni og rithöfundinum Tove Jansson. Síðan héldu sögurnar áfram að koma út og persónur að þróast. Við þekkjum öll Múmínsnáða, Múmínmömmu, Snorkstelpuna, Hemúlinn, Snabba og fleiri - en um hvaðan koma þau og um hvað eru sögurnar af múmínálfunum? Í þættinum í dag skreppum við í Múmíndal og tölum við góða gesti um íbúa hans og sögur af þeim. Viðmælendur: Þórdís Gísladóttir, skáld og þýðandi Hólmfríður Helga & Höskuldur Sölvi, múmínaðdáendur Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.