Sögur - Uppáhaldsbækur, lestur og skrif

Í þættinum í dag tökum við upp þráðinn þar sem við skildum við þau Birki Blæ, Önnu Soffíu og Ingvar Stein í síðasta þætti af Menningarheiminum. Þau eru öll miklir bókaormar og deila með okkur sínum pælingum um lestur, skrif og sínar uppáhaldsbækur. Viðmælendur: Birkir Blær Ingólfsson, rithöfundur Anna Soffía Hauksdóttir, dómnefndarkona íslensku barnabókaverðlaunanna 2018 og nemandi í 9 bekk í Háteigsskóla Ingvar Steinn Ingólfsson, dómnefndarmaður íslensku barnabókaverðlaunanna 2018 og nemandi í 9 bekk í Háteigsskóla Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.