Sögur - Víti í Vestmannaeyjum

Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um Víti í Vestmannaeyjum! Næstkomandi laugardag hefst sex þátta serían Víti í Vestmannaeyjum eftir rithöfundinn Gunnar Helgason. Þessi saga hefur ferðast langa leið frá því að vera lítil hugmynd yfir í að verða að bók, kvikmynd og nú sjónvarpsþáttum. Við heyrum bæði í höfundinum og aðalleikkonu þáttanna. Viðmælendur: Gunnar Helgason, höfundur Vítis í Vestmannaeyjum Ísey Heiðarsdóttir, leikkona Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir Jóhannes Ólafsson

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.