Tækni og vísindi - Alþjóðlegt loftslagsverkfall

Íslenskir nemendur hafa undanfarna mánuði efnt til loftslagsverkfalla á hverjum föstudegi klukkan 12. Föstudaginn 24. maí verður svo alþjóðlegt loftslagsverkfall um allan heim. En af hverju skrópa nemendur í skólann og efna í loftslagsverkfalla? Ólína Stefánsdóttir, nemandi í Hlíðaskóla og Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segja okkur frá því í þætti kvöldsins. Umsjón: Sævar Helgi Bragason

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.