Vísindi og tækni - Dýpsti staður Jarðar og fréttir af tunglinu

Í þættinum er fjallað um leiðangur manns niður í dýpstu gjá Jarðar sem er næstum 11 km undir yfirborði sjávar. Þar fundust ekki bara áður óþekktar lífverur, heldur líka plast frá okkur mönnunum. Að auki fjöllum við um nýjar fréttir af tunglinu sem er að skreppa saman og fyrirhuguðum leiðöngrum þangað. Umsjón Sævar Helgi Bragason

Om Podcasten

Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall. Heyrumst! Þáttastjórnendur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.