2020 Jólaspecial

Eins og hefðin býður þá er hátíðarstund í þessum jólaspecial Váfuglsins. Enn á ný renna jól í garð og Váfuglinn tekur stöðuna. Við veltum fyrir okkur jólahefðum - hvað þarf til að skapa þær og hvernig þær eru rofnar. Við veltum fyrir okkur hvernig jólahlutir vinna sér inn forskeytið "jóla-" og hvað er yfir höfuð jólalegt. Að lokum skoðum við jólagjafir ársins í spennandi yfirferð sem enginn má missa af.

Om Podcasten

Váfuglinn flýgur hátt, sér langt og rífur málefni líðandi stundar á hol. Fortíð, nútíð og framtíð eru veiðilendur Váfuglsins og þær eru gjöfular. Komdu í ævintýraferð um íslenskan samtíma og ferðastu með um sögulegar slóðir. Síðan eru líka einhver jokes þarna.