Djamm í kvöld

Það er djamm. Váfuglinn flýgur á djammið í Reykjavík og tekur út stemminguna á skemmtanalífi Íslendinga fyrr og nú. Hvernig leið sveitamanninum Emil þegar hann kom fyrst inn á búlluna White Star á Laugarvegi árið 1920 eða eitthvað? Hvar er hægt að fá sér steik klukkan 01:00 á laugardagsnótt í Reykjavík í dag? Hver er maður með mönnum nema að hann kaupi sér flöskuborð á Gullöldinni í Grafarvogi? Lærið allt um íslenskt djamm í Váfugli dagsins.

Om Podcasten

Váfuglinn flýgur hátt, sér langt og rífur málefni líðandi stundar á hol. Fortíð, nútíð og framtíð eru veiðilendur Váfuglsins og þær eru gjöfular. Komdu í ævintýraferð um íslenskan samtíma og ferðastu með um sögulegar slóðir. Síðan eru líka einhver jokes þarna.