Gott kakó

Váfugl dagsins er óhræddur við að taka á stóru málunum bæði heima fyrir og úti í hinum stóra heimi. Við kynnum okkur úrlausn erfiðra deilumála með aðstoð sýnishorna úr bíómyndum og förum svo rakleiðis í Kaupfélagið á Sauðárkróki. Um leið og vorið heldur loks innreið sína í Vaglaskóg fyrir norðan, skoðum við stöðuna í menningarmálum á Íslandi yfir eldglóandi, hráum kakóbolla. Við ljúkum svo flugferðinni hjá hinni eldhressu Guðrúnu í borg lystisemdanna, Las Vegas. Viva Las Vegas. Glöggir áheyrendur kunna ef til vill stundum að heyra bank í ofnalögnum í bakgrunninum. Eru "laumufarþegar" í kjallaranum á upptökuveri Váfuglsins?

Om Podcasten

Váfuglinn flýgur hátt, sér langt og rífur málefni líðandi stundar á hol. Fortíð, nútíð og framtíð eru veiðilendur Váfuglsins og þær eru gjöfular. Komdu í ævintýraferð um íslenskan samtíma og ferðastu með um sögulegar slóðir. Síðan eru líka einhver jokes þarna.