Grikkir & Gott

Váfuglinn vaknar upp úr allsherjarþynnku Hrekkjavökuhátíðarinnar og sendir frá sér spánnýjan og spúkí þátt. Arnaldur, Stefán og Lárus, nýr tæknimaður Váfuglsins, herja miskunnarlaust á samtímann eins og draugar fortíðar. Airwaves hátíðin er sett í samhengi við hreyfiorku sögunnar hvers tannhjól mylja allt á endanum, sérstaklega þá öll áform um anga hátíðarinnar á Akureyri. Eins og venjulega er líka tekið á viðkvæmu (og hörðu) málefnunum - í þetta sinn er það heróínfaraldurinn sem er ræddur á svo rólegum nótum að það mætti halda að við værum stödd í ópíumgreni.

Om Podcasten

Váfuglinn flýgur hátt, sér langt og rífur málefni líðandi stundar á hol. Fortíð, nútíð og framtíð eru veiðilendur Váfuglsins og þær eru gjöfular. Komdu í ævintýraferð um íslenskan samtíma og ferðastu með um sögulegar slóðir. Síðan eru líka einhver jokes þarna.