Þorrablót

Að þessu sinni rýnir Váfuglinn í þjóðlegustu hátíð Íslendinga, Þorrann. Í þættinum veltum við fyrir okkur uppruna þorrablóta og hvað er rétt, satt og ekta í þessum umdeilda málaflokki sem skekur tilfinningar landsmanna á hverju ári. Við förum yfir kræsingarnar sem eru á borð bornar á þessum sælkerasamkomum og skoðum nokkrar mismunandi gerðir þorrablóta. Hlauptu ekki um með buxurnar á hælunum. Láttu Váfuglinn stytta þér stundir á meðan þú þreyir Þorrann.

Om Podcasten

Váfuglinn flýgur hátt, sér langt og rífur málefni líðandi stundar á hol. Fortíð, nútíð og framtíð eru veiðilendur Váfuglsins og þær eru gjöfular. Komdu í ævintýraferð um íslenskan samtíma og ferðastu með um sögulegar slóðir. Síðan eru líka einhver jokes þarna.