Rækjusalat

Váfuglinn hefur sig til flugs að nýju, með nýtt season af fuglinum góða. Í þessum fyrsta þætti fær rækjusalat og mæjónes að sitja í framsætinu og stjórna okkur eins og leiðtogi sértrúarsafnaðar. Mæjónes hefur fylgt þjóðinni frá því löngu fyrir sjálfstæði - þaðan skreið það eins og löðrandi feitur jökull sem ruddist í gegnum stormasaga sögu þjóðarinnar á tuttugustu öldinni og alveg inn í þá tuttugustu og fyrstu. Á þessum tíma hefur þessi einfalda sósa dansað fram og til baka í stéttarvitund íslendinga: í fyrstu var hún aðeins á borðum þeirra allra ríkustu og veitti dásemdar kræsingum sinn hlaupkennda hjúp, svo var hún orðin fastur liður í öllum helsta skyndibita vor áður en hún gekk í endurnýjun lífdaga með innkomu hipstersins í íslenska menningu.

Om Podcasten

Váfuglinn flýgur hátt, sér langt og rífur málefni líðandi stundar á hol. Fortíð, nútíð og framtíð eru veiðilendur Váfuglsins og þær eru gjöfular. Komdu í ævintýraferð um íslenskan samtíma og ferðastu með um sögulegar slóðir. Síðan eru líka einhver jokes þarna.