Sítrónuuppgjörið

Váfuglinn snýr aftur úr lamandi sumarfríi. Arnaldur og Stefán hafa báðir ferðast út fyrir landsteinana og gera grein fyrir menningunni sem þeir fundu á ferðum sínum. Alþjóðlegur áhugi á veðurfyrirbrigðinu sem við köllum rigningu verður skoðaður sérstaklega og hvernig sá sami áhugi hefur frelsað margan manninn frá erfiðum félagslegum aðstæðum. Við ræðum þrúgandi guðsótta færeyskra ungmenna, kaffimenningu á Ítalíu og sítrónutengda glæpastarfsemi þar í landi. Að lokum beinum við augum okkar að þeirri standandi menningarveislu sem finna má í Laugardalshöll allra landsmanna. Hvar annars staðar gæti álfkarl með sílíkoneyru smitað þig af vægum húðsjúkdóm á meðan landsþekktir aðilar humma og flauta slagara með Megasi?

Om Podcasten

Váfuglinn flýgur hátt, sér langt og rífur málefni líðandi stundar á hol. Fortíð, nútíð og framtíð eru veiðilendur Váfuglsins og þær eru gjöfular. Komdu í ævintýraferð um íslenskan samtíma og ferðastu með um sögulegar slóðir. Síðan eru líka einhver jokes þarna.