Það sem þú vildir vita um fjárfestingar - Baldur Thorlacius

Við fengum alvöru sérfræðing til okkar í þriðja þátt til þess að fræða okkur um fjárfestingar. Hann heitir Baldur Thorlacius og er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq á Íslandi. Við spurðum Baldur spjörunum úr og fengum hann til að svara spurningum á borð við: - Hverju er best að huga að áður en fjárfest er á verðbréfamarkaði? - Hvaða kennitölur er best að horfa á þegar maður er að skoða ársreikninga fyrirtækis? - Hvernig er best að dreifa áhættunni hér á Íslandi á verðbréfamarkaðnum? - Hvernig er best að fjárfesta á erlendum markaði? - Hvernig fjárfesti ég í nýsköpun?

Om Podcasten

Hlaðvarpið Vaxtaverkir er fyrir þá sem vilja læra um fjármálaheiminn á mannamáli. Þættirnir eru gerðir fyrir ungt fólk á öllum aldri. Ef þú kæri hlustandi svitnar við það að ræða peningamál eða verkjar við það að heyra um vexti þá ertu að réttum stað. Þáttastjórnendur eru Brynja Bjarnadóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir. Þættirnir koma út annan hvern föstudag.