Evergrande og nokkur góð fjármálaráð
Jæja nú er sumarfríi númer fimm lokið og Vaxtaverkir eru mættir, ferskari en aldrei fyrr. Í þessum þætti duttum við aðeins í fréttaskýringagírinn. Hvað er Evergrande? Við stiklum á stóru og gerum okkar besta í að útskýra hvers vegna þetta stóra fasteignaþróunarfélag er í brennidepli í fjármálaheiminum. Við tökum saman fimm góð ráð til að fylgja sama hvort markaðurinn sé að leita upp eða niður. Njótið.