Launa- og atvinnuviðtöl

Gestur þáttarins er Stefanía Ásmundsdóttir. Hún vinnur hjá ráðninga- og ráðgjafafyrirtækinu Hagvangi, er augljóslega fædd í starfið og síðan er hún líka með mjög þægilega útvarpsrödd. Við förum fyrst yfir atvinnuviðtöl og færum okkur svo yfir í launaviðtöl. Ef þú ert á leiðinni í eitt slíkt á næstunni (eða bara ekki) þá er þetta þátturinn fyrir þig. Komdu þér vel fyrir og njóttu.

Om Podcasten

Hlaðvarpið Vaxtaverkir er fyrir þá sem vilja læra um fjármálaheiminn á mannamáli. Þættirnir eru gerðir fyrir ungt fólk á öllum aldri. Ef þú kæri hlustandi svitnar við það að ræða peningamál eða verkjar við það að heyra um vexti þá ertu að réttum stað. Þáttastjórnendur eru Brynja Bjarnadóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir. Þættirnir koma út annan hvern föstudag.