Meldingar um stýrivexti og sparnaðarleiðir

Í fyrstu þremur þáttunum einblínum við á fjárfestingamarkaðinn, fólk virðist vera æst í að gera eitthvað annað við peningana sína en að láta þá rýrna inn á bankabók. Í þessum þætti förum við yfir allt sem þú vildir vita um stýrivexti, verðbólgu og rennum svo yfir helstu fjárfestinga- og sparnaðarleiðir. Ef þú ert nýkomin í sumarfrí frá skólanum og þyrstir strax aftur í smá lærdóm þá ertu á réttum stað.

Om Podcasten

Hlaðvarpið Vaxtaverkir er fyrir þá sem vilja læra um fjármálaheiminn á mannamáli. Þættirnir eru gerðir fyrir ungt fólk á öllum aldri. Ef þú kæri hlustandi svitnar við það að ræða peningamál eða verkjar við það að heyra um vexti þá ertu að réttum stað. Þáttastjórnendur eru Brynja Bjarnadóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir. Þættirnir koma út annan hvern föstudag.