Nánast allt um Bitcoin

Við byrjum á öllu þessu allra helsta um rafmyntir og hvernig þær virka en síðan er líka bara forvitnilegt að vita hvaða æsing Elon Musk er alltaf að reyna búa til í kringum Bitcoin, eru Seðlabankar heimsins að fara taka upp rafmyntir eða er Bitcoin bara komið til að vera, er Bitcoin í "crypto"heiminum Simone Biles í fimleikaheiminum?

Om Podcasten

Hlaðvarpið Vaxtaverkir er fyrir þá sem vilja læra um fjármálaheiminn á mannamáli. Þættirnir eru gerðir fyrir ungt fólk á öllum aldri. Ef þú kæri hlustandi svitnar við það að ræða peningamál eða verkjar við það að heyra um vexti þá ertu að réttum stað. Þáttastjórnendur eru Brynja Bjarnadóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir. Þættirnir koma út annan hvern föstudag.