#22 Katrín Laufey Rúnarsdóttir
Í tuttugasta og öðrum þætti er rætt við Katrínu Laufeyju Rúnarsdóttur um líf hennar og störf. Kata Laufey, eins og hún er kölluð, ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, hvernig samfélagið tók henni þegar hún flutti til eyja, Tígul og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lesið stutt ágrip, um Þjóðhátíð Vestmannaeyja, sem er skrifað uppúr ágripi frá Skapta Erni Ólafssyni og birtist í bók Laufeyjar Jörgensdóttur sem ber heitið Undurfagra Ævintýr og einnig úr efni á Heimaslóð.is.