#30 Aldís Gunnarsdóttir - Gagnfræðiskólinn í Vestmannaeyjum

Þrítugasti þáttur er aðeins heimilislegri að þessu sinni. Þar sem ég heimsótti Aldísi Gunnarsdóttur og tók viðtalið upp á fallega heimili fjölskyldu hennar í Garðabæ. Og þar sem að ég er stödd í höfuðborginni, þá tók ég upp kynningarorðin og sögubrotið heima hjá frænku minni í Mosfellsbæ, þar sem ég er umkringd 3 yndislegum hundum. þú mátt því eiga von á að heyra smá í litlum loppum og örlitlar hrotur frá Jasmín minni. Ég vona að það trufli ekki við hlustunina á þættinum.En að þætti vikunnar.Í þrítugasta þætti er rætt við Aldísi Gunnarsdóttur um líf hennar og störf. Aldís ræðir við okkur um líf sitt, námið, myndlistina, hvernig var að búa í Noregi, ferðina sem hún fór á Víkingaskipinu Gaia og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins heyrum við stutta samantekt um sögu Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Þetta sögubrot er unnið úr heimildum á Heimaslóð.is Fív.is og Úr Blik.

Om Podcasten

Hlaðvarpsþáttur þar sem litið er yfir líf og störf fólks sem tengist Vestmannaeyjum á einn eða annan þátt. Einnig verða lesin upp brot úr sögu Vestmannaeyja í samstarfi við Bókasafn Vestmannaeyja.