106 Ferðamátar (Planes, Trains and Automobiles)

Einn auglýsingastofustarfsmaður er að leggja af stað heim til sín fyrir Þakkargjörðarhátíðina til að eyða henni í faðmi fjölskyldunnar sinnar þegar að á vegi hans verður farandsölumaður sem á heldur betur eftir að vera örlagavaldur í hans lífi.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.